Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
lögregla
ENSKA
police
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Starfsemin, sem lögreglan eða önnur löggæsluyfirvöld annast, beinist aðallega að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot, þ.m.t. löggæsla þegar ekki er vitað fyrir fram hvort verknaðurinn er refsiverður eða ekki. Slík starfsemi getur einnig falið í sér beitingu valds með þvingunarráðstöfunum, s.s. löggæslu á mótmælafundum, meiriháttar íþróttaviðburðum og í óeirðum.

[en] The activities carried out by the police or other law-enforcement authorities are focused mainly on the prevention, investigation, detection or prosecution of criminal offences, including police activities without prior knowledge if an incident is a criminal offence or not. Such activities can also include the exercise of authority by taking coercive measures such as police activities at demonstrations, major sporting events and riots.

Skilgreining
1 stofnun sem annast lögggæslu til samræmis við ákvæði lögreglulaga 90/1996. Hlutverk lögreglu er:
a) Að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi.
b) Að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.
c) Að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð sakamála eða öðrum lögum.
d) Að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að.
e) Að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á.
f) Að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu.
g) Að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju

2 starfslið á vegum ríkisins sem gætir m.a. almenns öryggis, heldur uppi lögum og reglu, stemmir stigu við afbrotum og vinnur að uppljóstran þeirra. Hlutverk l. er nánar skilgreint í lögreglulögum 90/1996, sjá 1 hér að framan

3 lögreglumaður
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútgáfan CODEX - Lagastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/680 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga að því er varðar vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu rammaákvörðunar ráðsins 2008/977/DIM

[en] Directive (EU) 2016/680 of the European Parliament and of the Council of 27 April 2016 on the protection of natural persons with regard to the processing of personal data by competent authorities for the purposes of prevention, investigation, detection or prosecution of criminal offences or the execution of criminal penalties, and the free movement of such data and repealing Council Framework Decision 2008/977/JHA

Skjal nr.
32016L0680
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira